Starf ABS skoðað


Það fór illa með krókudílinn í gær.  Þegar til kom var hann uppseldur en nóg til af allskonar innyflum í furðulegum sósum sem við vorum nú ekkert sérlega spenntar fyrir.  Kokkarnir birtust með læri og bóga við borðið okkar og skáru með sveðju vænar flísar.  Síðan var allur þessi niðurskurður borðaður með einni kartöflu.

Ekkert var planað þennan dag þetta átti að vera “frídagur”. Flestir fóru á söfn og þess háttar. Við hinsvegar ákváðum að heimsækja Þórunni og Björgu hjá ABC hjálparstarfi.  Gerða vinkona sendi mér mér pakka og peninga til hans Bob en hennar fjölskylda er að stykja hann.  Það tók okkur þó nokkun tíma að finna út hvar þetta var en tókst þó að lokum. Þórunn tók mjög vel á móti okkur og leiddi okkur um svæðið.  Þetta er frábært starf sem fer þarna fram. Starfsækt eru 2 hús eins og er og heimsóttum við þau bæði. Í öðru húsin voru 90 götustrákar sem flestur höfðu búið á götunni og verið í lími. Í því húsi voru nokkrara kojur sem tveir og tveir sváfu í saman aðrir sváfu á dynum á gólfinu.

Bob var glaður að sjá okkur en einnig örlítið feiminn, ekki skrítið þegar öll athyglin beindist að honum. Við hittum einnig bróður hans sem búsettur þarna líka.  Það var ólýsanlega upplifun að koma og hitta öll þessi börn þau voru flest brosandi út að eyrum þegar þau sungu fyrir okkur söngva til að bjóða okkur velkomin.  Flest þessara barna hafa átt erfiða æsku og dæmi var um að þau hefðu verið á götunni frá 3 ára aldri. Einnig voru þarna börn sem skilin höfðu verið eftir við hliðið hjá ABS. Ein u.þb. 2ja ára stelpa hafði einmitt verið skilin eftir við hliðið nokkrum dögum fyrr og það sló okkur hve augun hennar voru tóm og döpur.  Hún hafði verið í fanginu á Björgu síðan hún kom en því miður var Björg að fara heim daginn eftir 2ja mánaða sjálfboðaliðastarf. 

  Það virtist fara nokkuð vel um þessi börn miðað við aðstæður flest þeirra voru mjög glöð að sjá og aðspurð fannst þeim mjög gaman í skólanum.  Við vorum óskaplega ánægðar að hafa valið þessa ferð í stað Karen Blixen safnsins og hitt öll þessi glöðu börn sem Þórunn hefur verið að hjálpa af einstokum krafti og dugnaði. 

Á baka leiðinn keyrði bílstjórinn okkur fram hjá slumm hverfi það var alveg skelfilegt að sjá búsetu skilyrði fólks þar.   

Hvar sem við höfum keyrt um er gangandi fólk á ferð og mikil mannmergð enda er Nairobi milljónaborg.  Flestir eru vel til fara og snyrtilegir og athyglisvert er að sjá hvað hvítu skyrtur karlmannana eru hvítar miðað við allt rykið og sótið og mengunina. 

Bílarnir eru flest allir gamlir og beyglaðir því umferðin er brjáluð og hvað sem í boði væri mundum við aldrei setjast undir stýri hér og þökkum bara á hverjum degi fyrir að vera á lífi...... ha... ha.....

Það er eins margir séu að kynda hér varðelda því reykurinn í loftinu blandast menguninni frá bílunum og úr því verður hinn versti kokteill sem sest í öll föt og vit.

Við fengum tvo bíla fyrir hópinn.  Þetta svona sígildir minbussar með 10 sætum.  Bílstjórarnir eru frábærir enda  snillingar í umferðinni og óskiljanlegt hvernig þeir geta þanið þessa bíla áfram í því ásigkomulagi sem okkur finnst þeir vera.   Ekki megum við nú gleyma að segja ykkur frá vegunum.  Í sjálfri Nairobi eru malbikaðir og holóttir vegir sem hlýtur að rústa bílunum langt fyrir tímann.

Um kvöldið skemmtum við okkur vel hér á hótelinu með ferðafélögum og hlógum mikið.

Rósa og Gígja


Fyrsti dagur i Nairobi

Eftir langt og strangt ferdalag lentum vid her i morgun.  Ferdin i heild tok 24 tima og mikil seinkun og mikil bid einkenndi daginn.  Flugid til Standsted gekk vel og sidan var rutuferd til Heathrow sem vard ad 3 timum i stad 1,5.  Thegar thangad kom tok vid endalausar bidradir og vid holdum ad thad hafi verdi "extra tekkun" i gangi.  Seinkun vard a flugi Virgin Atlantatic en engu ad sidur var flugid frabaert thvi thjonustan var fyrsta flokks.  Vid skemmtum okkur vel fundum leid til bua til setningar ur Swahili bokinni sem Ragnar let okkur hafa og hlogum mikid.  I dag forum vid a markadi og thar sem helmingur thjodarinnar er i einkarekstri vildu allir selja okkur og vid tokum bara til fotanna i sma sjokki.  Annars er thetta allt gifurleg upplifu og nuna a eftir forum vid ut at borda og thad verdur krokodill.  Meira seinna 

Rosa og Gigja

 


Dagur í brottför

Jæja, nú er rúmur sólarhringur í brottför og ég er búin að vera á fullu að reyna undirbúa ferðina síðustu daga. Ég og er búin að byrgja mig upp af malaríu töflum og þessháttar dóti. Í kvöld byrjaði ég að pakka niður og átti í vandræðum með að koma öllu sem mig langaði að taka með fyrir. Ég er búin að fá mikla hjálp frá vinkonum mínum og vinkonum þeirra, í að safna saman notuðum barna fötum til að taka með út sem gjafir. Ég vona að það komi til með að gleðja lítil hjörtu í Kenýa. Á morgun ætla ég að reyna að fara að kaupa bolta og lítið dót fyrir börnin, til að gefa með fötunum.

Við leggjum að stað eldsnemma á föstudagsmorgun og verður ferðalagið langt. Planið er að vera 3 daga í Nairobi og þá reynum við að láta heyra í okkur ef tækifæri gefst.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.

Kveðja Rósa. 


Framkvæmd

Undanfarnar vikur höfum við mæðgur verið að undirbúa okkur undir ferðina.  Við höfum fengið nauðsynlegar sprautur og notið þar aðstoðar og ráðgjafar Steinunnar hjúkrunarfræðings í Heilsugæslunni í Lágmúla svo og læknis í Mjódd.   Við erum orðnar býsna fróðar um  þessa hluti og þó við tökum yfir höfuð engin lyf þá finnst okkur nú sjálfsagt að fara eftir ráðleggingum fagfólksins.   Malaríutöflur og stoppari verður  í farangrinum svo og fúkkalyf til vara ef eitthvað gerist.  Einnig bryðjum við B-vitamín og fleira til að undirbúa okkur undir flugnabit og magakveisur.  Svo er það nú andlega uppbyggingin sem aðallega hefur farið í lesa annarra manna blogg  um ferðir í Kenya og ljúka við allt sem við þurfum að gera heima og heiman áður en lagt er í ferðina. Annar undirbúningur s.s. dagskrá, hótel og bíll hefur verið í höndum Ragnars, Kjartans og Borgars sem hefur verið okkur mjög hjálplegur.  Borgar rekur ferðaskrifstofu sem leggur áherslu á ferðir í Afríku og heimasíðan hans er www.afrika.is.Nú er vika þar til við förum með Iceland Express til Standsted og þaðan keyrum við út á Heathrow og tökum vél til Nairobi um kvöldið og lendum þar kl. 6 um morguninn 30. júní.

Upphafið

Múltí kúlti eru samtök sjálfboðaliða sem hafa aðsetur í Ingólfsstræti.  Þar hefur verið rekið  kaffihús og verslun  sem selur vörur frá Afríku og Indlandi.  Framundan er opnun á hráfæðistað sem verður rekinn þar samhliða starfsemi Multi Kúlti.Ef vísað er í vefsíðu þeirra www.multikulti.is þá „varð félagið til sem framhald á því starfi sem Vinir Indlands og Vinir Kenía hafa verið að vinna á undanförnum árum í samstarfi við sjálfboðaliða á þessum stöðum. Hátt í 40 velunnarar félaganna keyptu húsnæðið vorið 2006 og minni hópur hefur síðan starfað í sjálfboðavinnu við að reka staðinn." Fjöldi barna bæði í Kenya og Indlandi hafa í gegnum samtökin fengið íslenska stuðningsforeldra og einnig hafa einstök verkefni verið studd. Þar sem Gígja er stuðningsaðili barns í Indlandi fékk hún póst um að fyrirhugað væri að fara og heimsækja og skoða sjálfboðaliðastarfið í Kenya.  Við mæðgur  sáum að þarna var tækifæri til að upplifa Afríku á annan hátt en venjulegur ferðamaður gerir.  Við fengum þess vegna fund með Ragnari Sverrissyni sem leiðir hópinn og ákváðum að skella okkur með.  Í maí sóttum við frábært námskeið um sjálfboðaliðastarf sem haldið var af hjónunum Kjartani og Sólveigu.  Það var mikilvægur fróðleikur fyrir væntanlega ferð og gaf okkur  innsýn inn í það hvað sjálfboðaliðastarf er og hvernig það er í framkvæmd.  12+ manns eru að fara til Kenya að morgni 29. júní og heim aftur 22. júlí.  Við mæðgur Rósa og Gígja ætlum að blogga og leyfa vinum og ættingjum að fylgjast með ferðalaginu okkar og allra hinna.

« Fyrri síða

Um bloggið

Mægðurnar í Kenya

Höfundur

Rósa og Gígja
Rósa og Gígja
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband