22.6.2007 | 09:41
Framkvæmd
Undanfarnar vikur höfum við mæðgur verið að undirbúa okkur undir ferðina. Við höfum fengið nauðsynlegar sprautur og notið þar aðstoðar og ráðgjafar Steinunnar hjúkrunarfræðings í Heilsugæslunni í Lágmúla svo og læknis í Mjódd. Við erum orðnar býsna fróðar um þessa hluti og þó við tökum yfir höfuð engin lyf þá finnst okkur nú sjálfsagt að fara eftir ráðleggingum fagfólksins. Malaríutöflur og stoppari verður í farangrinum svo og fúkkalyf til vara ef eitthvað gerist. Einnig bryðjum við B-vitamín og fleira til að undirbúa okkur undir flugnabit og magakveisur. Svo er það nú andlega uppbyggingin sem aðallega hefur farið í lesa annarra manna blogg um ferðir í Kenya og ljúka við allt sem við þurfum að gera heima og heiman áður en lagt er í ferðina. Annar undirbúningur s.s. dagskrá, hótel og bíll hefur verið í höndum Ragnars, Kjartans og Borgars sem hefur verið okkur mjög hjálplegur. Borgar rekur ferðaskrifstofu sem leggur áherslu á ferðir í Afríku og heimasíðan hans er www.afrika.is.Nú er vika þar til við förum með Iceland Express til Standsted og þaðan keyrum við út á Heathrow og tökum vél til Nairobi um kvöldið og lendum þar kl. 6 um morguninn 30. júní.
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.