27.6.2007 | 23:15
Dagur í brottför
Jæja, nú er rúmur sólarhringur í brottför og ég er búin að vera á fullu að reyna undirbúa ferðina síðustu daga. Ég og er búin að byrgja mig upp af malaríu töflum og þessháttar dóti. Í kvöld byrjaði ég að pakka niður og átti í vandræðum með að koma öllu sem mig langaði að taka með fyrir. Ég er búin að fá mikla hjálp frá vinkonum mínum og vinkonum þeirra, í að safna saman notuðum barna fötum til að taka með út sem gjafir. Ég vona að það komi til með að gleðja lítil hjörtu í Kenýa. Á morgun ætla ég að reyna að fara að kaupa bolta og lítið dót fyrir börnin, til að gefa með fötunum.
Við leggjum að stað eldsnemma á föstudagsmorgun og verður ferðalagið langt. Planið er að vera 3 daga í Nairobi og þá reynum við að láta heyra í okkur ef tækifæri gefst.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Kveðja Rósa.
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð. :)
Úlla (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 12:22
úpps!! spennandi fæ alveg fiðring í magann fyrir ykkar hönd. bíð spennt eftir frekari bloggi þegar út er komið
Ásta María (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 13:00
Góða ferð mínar kæru frænkur. Það verður spennandi að fylgjast með ferðum ykkar.
Þórunn T (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:23
Góða ferð mæðgur.
akúna matata!
Sessý og Gréta Sóley
Sessý (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 18:22
Flott hjá ykkur stelpur ég er svo ánægður með ykkur að ætla að blogga, með ykkar leyfi ætla ég að senda slóðina til vina minna og vandamanna. Ég verð með fartölvu úti og ykkur er velkomið að fá hana lánaða hvenær sem er til að þurfa ekki að húka inn á netkaffihúsum og hafa áhyggjur af því að rafmagnið fari af í miðjum skrifum.
Kær kveðja Raggi.
Ragnar Sverrisson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.