Starf ABS skoðað


Það fór illa með krókudílinn í gær.  Þegar til kom var hann uppseldur en nóg til af allskonar innyflum í furðulegum sósum sem við vorum nú ekkert sérlega spenntar fyrir.  Kokkarnir birtust með læri og bóga við borðið okkar og skáru með sveðju vænar flísar.  Síðan var allur þessi niðurskurður borðaður með einni kartöflu.

Ekkert var planað þennan dag þetta átti að vera “frídagur”. Flestir fóru á söfn og þess háttar. Við hinsvegar ákváðum að heimsækja Þórunni og Björgu hjá ABC hjálparstarfi.  Gerða vinkona sendi mér mér pakka og peninga til hans Bob en hennar fjölskylda er að stykja hann.  Það tók okkur þó nokkun tíma að finna út hvar þetta var en tókst þó að lokum. Þórunn tók mjög vel á móti okkur og leiddi okkur um svæðið.  Þetta er frábært starf sem fer þarna fram. Starfsækt eru 2 hús eins og er og heimsóttum við þau bæði. Í öðru húsin voru 90 götustrákar sem flestur höfðu búið á götunni og verið í lími. Í því húsi voru nokkrara kojur sem tveir og tveir sváfu í saman aðrir sváfu á dynum á gólfinu.

Bob var glaður að sjá okkur en einnig örlítið feiminn, ekki skrítið þegar öll athyglin beindist að honum. Við hittum einnig bróður hans sem búsettur þarna líka.  Það var ólýsanlega upplifun að koma og hitta öll þessi börn þau voru flest brosandi út að eyrum þegar þau sungu fyrir okkur söngva til að bjóða okkur velkomin.  Flest þessara barna hafa átt erfiða æsku og dæmi var um að þau hefðu verið á götunni frá 3 ára aldri. Einnig voru þarna börn sem skilin höfðu verið eftir við hliðið hjá ABS. Ein u.þb. 2ja ára stelpa hafði einmitt verið skilin eftir við hliðið nokkrum dögum fyrr og það sló okkur hve augun hennar voru tóm og döpur.  Hún hafði verið í fanginu á Björgu síðan hún kom en því miður var Björg að fara heim daginn eftir 2ja mánaða sjálfboðaliðastarf. 

  Það virtist fara nokkuð vel um þessi börn miðað við aðstæður flest þeirra voru mjög glöð að sjá og aðspurð fannst þeim mjög gaman í skólanum.  Við vorum óskaplega ánægðar að hafa valið þessa ferð í stað Karen Blixen safnsins og hitt öll þessi glöðu börn sem Þórunn hefur verið að hjálpa af einstokum krafti og dugnaði. 

Á baka leiðinn keyrði bílstjórinn okkur fram hjá slumm hverfi það var alveg skelfilegt að sjá búsetu skilyrði fólks þar.   

Hvar sem við höfum keyrt um er gangandi fólk á ferð og mikil mannmergð enda er Nairobi milljónaborg.  Flestir eru vel til fara og snyrtilegir og athyglisvert er að sjá hvað hvítu skyrtur karlmannana eru hvítar miðað við allt rykið og sótið og mengunina. 

Bílarnir eru flest allir gamlir og beyglaðir því umferðin er brjáluð og hvað sem í boði væri mundum við aldrei setjast undir stýri hér og þökkum bara á hverjum degi fyrir að vera á lífi...... ha... ha.....

Það er eins margir séu að kynda hér varðelda því reykurinn í loftinu blandast menguninni frá bílunum og úr því verður hinn versti kokteill sem sest í öll föt og vit.

Við fengum tvo bíla fyrir hópinn.  Þetta svona sígildir minbussar með 10 sætum.  Bílstjórarnir eru frábærir enda  snillingar í umferðinni og óskiljanlegt hvernig þeir geta þanið þessa bíla áfram í því ásigkomulagi sem okkur finnst þeir vera.   Ekki megum við nú gleyma að segja ykkur frá vegunum.  Í sjálfri Nairobi eru malbikaðir og holóttir vegir sem hlýtur að rústa bílunum langt fyrir tímann.

Um kvöldið skemmtum við okkur vel hér á hótelinu með ferðafélögum og hlógum mikið.

Rósa og Gígja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mægðurnar í Kenya

Höfundur

Rósa og Gígja
Rósa og Gígja
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband