6.7.2007 | 14:57
Dyralifid i Nakuru
4. júlí 2007
Dagurinn var skipulagður til að skoða þjóðgarðinn í Nakuru sem liggur rétt fyrir utan borgina og nær yfir Nakuru vatn og næsta umhverfi. Þjóðgarðurinn er verndað svæði villtra dýra þar sem enginn má fara út úr bílunum og ekið er um í opnum bílum .Við fórum á okkar bílum sem eru með opnu þaki þannnig að auðvelt var að fylgjast með dýralífinu og taka myndir.
Bílstjórarnir okkar voru frábærir og kunnu skil á dýrum, plöntum og lífi garðsins og fengum við sannarlega að njóta þekkingar þeirra.
Áður en lagt var af stað sögðu þeir okkur að það væri heppni að fá að sjá ljón og hlébarða og við vorum ekki fyrr komin inn í garðin en blöstu við okkur tvö ljón svona rétt við bílinn. Þetta var stórkostleg upplifun og við eyddum öllum deginum þarna. Tókum mikið af myndum og fengum að sjá ekki bara ljón heldur líka hlébarða og ljónsunga svo ekki sé minnst á Flammingoana hvítu og bleiku - stórkostlegu sem eru þúsundum saman í vatnsborðinu. Einnig var mikill fjöldi annarra dýra s.s. apa og einnig tegund apa sem er í útrýmingarhættu.
Þetta var óskaplega skemmtilegt og mikil upplifun að sjá dýrin í svona náttúrulegu umhverfi. Mjög fallegt hótel er í þjóðgarðinum og þar borðuðum við.
Um kvöldið fórum við á ball með heimamönnum. Það var mjög gaman afrísk tónlist og umhverfið ólíkt því sem gerist heima. Allt í einu fór að rigna bæði úti og inni en við létum það ekki á okkur fá og skemmtum okkur hið besta og dönsuðum í marga klukkutíma.
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þetta hjlómar eins og frábær dagur. Hefði sko alveg verið til í að vera þarna líka.
Eva (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.