6.7.2007 | 14:59
Baejarferd i Nakuru
5. júlí
Dagurinn var frjáls og var það vel þegið. Satt best að segja er þetta býsna strangt prógramm frá morgni til kvöld. Í dag fórum við í bæinn sem er 167 þúsund manna með 42 ættbálkum. Nakuru er talin vera 4. stærsta borgin í Kenya en ekki var það að sjá á borgarbragnum. Lítið um malbikaðar götur og miðbærin mjög lítill. Það sem erfiðast var að horfa uppá voru strákarnir í líminu sem var selt á götuhornum eins og hver annar varningur. Merkilegt er að fram að þessum tíma höfum við aldrei orðið varar við betlandi stúlkubörn en nóg af strákum á öllum aldri. Við hugsum um hvar eru stúlkurnar og hvert er þeirra hlutverk í þessari fátækt? Þegar við lögðum bílnum niðri við aðalgötu soguðustu að okkur strákar með alls konar varning en engar stelpur. Bankinn og pósthúsið voru á sínum stað og betri sortin af Cyber net var fundinn fyrir okkur og síðan fórum við í skóbúðina þar sem skór kostuðu 1/4 af því sem skór kosta heima. Verðlagið í supermarkaðnum var jafn skemmtilegt og koníak, rauðvín og slíkt flaug ofan í körfuna enda ekkert skrítið því VSOP koníakspeli kostaði litlar 200 krónur.
Rósa var boðið uppá að nota ókræsilegt WC í miðbænum vegna þess að hún hafði fengið í magann. Eftir þessa reynslu treysti hún sér alls ekki til að fara í stutta ferð til að skoða gíg sem er rétt fyrir utan Nakura. Farið var á tveimur bílum sem villtust í sitt hvora áttina. Bíllinn sem Gígja var í villtist inn í verndað ríkramanna hverfi sem var lokað í báða enda með varðmönnum en hinn ´bíllinn lenti þar sem fangar voru við útistörf undir byssuvernd. Það sem sló Gígju var hve eitt hlið ríkra manna skildi á milli skólausu skítugu barnanna og þeirra ríku. Allir komumst samt á leiðarenda og fengu stórkostlegt útsýni yfir gilið stóra sem er gosgígur með heitum lindum og er hluti af hinum 6000 km. Langa Rift Walley sem nær alla leið frá Balalika vatni í Rússlandi til Mosambik í Suður Afríku. Í stríði við Masai einhvern tíman á öldum áður voru hausunum þeirra hent niður í gíginn og því töldu þeir að heitu holurnar væru frá djöflinum komnar. Okkur finnst stór spurning hvort ekki væri hægt að nýta þennan jarðhita betur en vitum þó ekki alveg hvort eða hvernig verið er að vinna hann í Kenya í dag.
Um kvöldið var haldið partí að sjálfsögðu hjá okkur á 206 og mikið hlegið og spjallað svo við nefnum nú ekki drukkið rauðvínið ódýra og góða úr súpermarkaðnum. Fyrir partíð keyptum við flotta myndskreitta pappadiska en þegar við fórum að dreifa þeim þá var aðeins efsti diskurinn myndskreyttur en hinir bara hvítir....... Allt í plati.......:)
Rósa og Gígja
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er um að gera að drekka nóg af vsop, það er bara gott í magann, Rósa mín vona að þú sért orðin betri.
Kv,Gerða
Gerða (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 11:20
Rósa mín vonandi batnar þér sem fyrst.
mbk.Úlla
Úlla (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:41
Vonum að mömmu líði nú betur. Vorum í skátaútilegu í 4 daga með pabba þangað til í dag. Það var rosagaman en í gærkvöldi áður en við fórum að sofa söknuðum við mömmu svolítið. Fylgjumst með hvað er að gerast hjá ömmu og mömmu á netinu og fannst voða spennandi að þið skylduð rekast á ljón. Andri og Garðar
Andri og Garðar (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.