9.7.2007 | 06:36
6. júlí 2007
Takk, takk takk fyrir stuðning og hvatningu og þið vitið ekki hvað skiptir okkur miklu máli!!!!Dagurinn var skipulagður fyrir heimsóknir í starfsemi húmanistahreyfingarinnar hér í Nakuru. Við byrjuðum á að heimsækja barnaheimili sem kallað er Hope eða Von þar eru um 40 börn á aldrinum 3 5 ára sem öll koma úr slömminu nema tvö. Í þessum hópi eru aðeins fáein börn stutt af styrktarforeldrum frá Íslandi. Börnin koma á morgnana í leikskólann og einhver fara heim klukkan eitt en önnur eru til fjögur. Þau fá öll tvær heitar máltiðir á staðnum sem og kennslu en hún gengur mikið út á skapandi vinnu svo sem leirmótun. Börnin tóku vel á móti okkur og sungu mikið og þeim voru færðar gjafir. Næstu heimsóttum við grunnskóla þar voru um 1000 börn en 100 börn eru á hvern kennara. Þau voru öll í skólabúningum misjafnlega á sig komin bæði hvað varðar fötin sjálf og skófatnað. Mjög mörg voru í rifnum og skítugum fötum, hálf ónýtum sokkum og götóttum skóm. Þetta reyndist okkur öllum mjög erfitt að horfa uppá . Hreyfingin er með ákveðið verkefni við þennan skóla. Hún gefur 25 börnum hádegismat en það eru þau sem kennurunum finnst þörfin vera mest. Meðal þessara barna eru 5 styrktarbörn Íslendinga. Kölluð voru til þessi fimm börn og þeim afhentar gjafir en vegna miskilning kom þar drengur sem sagði okkur að hann ætti engan að, væri nýbúin að missa mömmu sína og byggi hjá einhverjum sölukonum upp á vegi sem hann kunni ekki frekari deili á. Þegar hann tjáði okkur þetta fór hann að gráta og við það brotnuðum við algjörlega niður. Þessi strákur mun framvegis fá mat í hádeginu. Erfitt var að horfa upp börnin borða matinn standandi í skólagarðinu en engin borð eða stólar eru til fyrir þau. Það sem er erfitt er að horfa upp á er að aðeins kostar um 45.000 íslenskar krónur að kaupa góð borð og bekki fyrir 30 börn. Mest af öllu langar okkur til að rétta þeim þessa upphæð því þetta eru ekki stórir peningar á íslenskan mælikvarða en mjög erfitt fyrir hreyfingun að fjármagna vegna þess að neyðin er allstaðar og svo marvísleg. Við gengum umsvæðið og skoðuðum skólastofur sem eru vægast sagt með einföldum búnaði. Þegar við komum inn í eina stofuna voru öll börnin farin út í mat nema tveir strákar þeir voru á fjórum fótum að sópa og þrífa stofunna. Allstað sér maður fólk að elda eða þrífa kengbogið og hvergi sést kústskaft?? Einnig komum við inn stofu þar sem var fullt af krökkum þau sungu fyrir okkur og við sungum líka fyrir þau og af þessu skapaðist mikil og skemmtileg stemming. Hreyfingin í Nakuru er með m.a körfugerð, maisrækt og hænsnarækt til að fjármagna starfsemina. Við heimsóttum einnig heimil fyrir munaðarlausa þar sem bjuggu 8 stelpur og 3 strákar á gunnskólaaldri. Flest þessara barna eru styrkt af íslenskum styrktarforeldrum og sér hreyfingin um að fæða þau en kirkjan að hýsa þau.Það erfiðasta við þennan dag var að fara inn í slömmið. Slömmið í Nakuru er mun minna en i Nariobi en slömm er alltaf slömm. Gluggalausir moldar- eða bárujárnshreysi, skítug börn með hor, skólaus og í illa rifnum fötum. Við heimsóttum þrjú heimili í slömminu. Á fyrsta heimilinu bjó eyðnismituð kona ásamt syni sýnum. Hún var ekki heima við en strákurinn var fyrir utan skólaus, kaldur og greinilega veikur. Lynnett sem er í forsvari fyrir hreyfinguna hér ætlaði að sjá til þess að hann fengi læknishjálp. Rósa lét hana hafa 1500 kr. til að kaupa skó og sokka. Á næsta heimili var kona sem bjó í moldarkofa sem hélt ekki vatni. Þriðja heimsóknin var til fullorðinna konu sem var bjó í ca 4-5 fermetrum ásamt tveimur barnabörnum sem bæði höfðu mist foreldar sína, einnig bjó þar dóttir hennar með lítið barn. Ekkert rafmagn var á þessum heimilum og hvað þá heldur rennandi vatn og maður sá ekki handa sinna skil því engir voru á þessum híbýlum. Þetta var mjög átakanlegt að sjá og upplifa og stutt var í grátinn hjá okkur.Um kvöldið var Rósa beðin um að fara yfir bókhaldið hjá hreyfingunni í Nakuru. Gaman var að sjá hversu vel hefur verið haldið utan um fjármálin. Bókahaldið var unnið af fagmennsku og mikill menntaður virðist vera í að stuðningsfé skili sér á þá staði sem til er ætlast. Eftir þennan dag ákvað Rósa að hana langaði til að styðja matargjafa verkefnið í grunnskólanum með þvi að kaupa borð og stóla fyrir börnin. Ef einhver vill hjálpa Rósu með þetta og leggja til smá upphæð þá er reikngurinn hennar 0313-26-8872 kt. 150269-4239. Það eru þreyttar mæðgur sem fara í rúmið í kvöld. Á morgun keyrum við til Kisumu og höfum heyrt að nettengingin sé ekki með besta móti þarL Eitt verðum við aðeins að leiðrétta að í Kenya eru 42 ættbálkar en ekki í bara í Nakuru rugluðumst smá í þessu staðreynda tali. Rósa og Gígja
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.