9.7.2007 | 06:38
7. júlí 2007
Ferðin í dag til Kisumu var bara skemmtileg. Veðrið var allskonar, allt í einu föttuðum við það núna að við höfum algjörlega gleymt að segja ykkur frá veðrinu. Þetta sæmir nú ekki sönnum Íslendingi. En... í heildina hefur verið skýjað. Búið var að vara okkur við að vegurinn til Kisumu yrði miklu erfiðari en frá Nairobi til Nakuru. En það var bara alls ekki rétt því hann var bara jafnslæmur og jafnvel kannski aðeins minna ryk en auðvitað var það vegna þess að það rigndi á leiðinni og það rigndi líka á Rósu inni í bílnum því hann lak. Við vorum um 7 tíma á leiðinni með stoppi... Pease of cake eða svoleiðis. Orðnar ýmsu vanar. Gott var að hafa koníakspelann með í för svo og söngbókina. Þessi leið er óskaplega falleg og mikill gróður. Við keyrðum í gegnum mjög stórt te-ræktunarsvæði þar sem efnahagurinn virtist vera með öðru móti en annars staðar. Ýmsir fengu smá sjokk þegar á hótelið var komið. Herbergið hennar Rósu var vægast sagt mjög lifandi og leitaði ´hún því skjóls hjá mömmu sem hafði aðeins betra herbergi. Þar var hægt að fara inn á baðherbergið en að vísu ekki hægt að sturta niður, en það var nú kannski algjört aukaatriði í þessu öllu eða hvað????Við slógum þessu bara upp i kæruleysi og ákváðum að fara niður og kaupa okkur bjór en viti menn þetta var kristilegt hótel sem seldi ekki áfengi. Við fórum þá út og kölluðum á leigubíl sem voru venjuleg hjól með fínum bólstruðum sætum á bögglaberaranum og kostaði aðeins 20 krónur ferðin niður í bæ. Þannig geystumst við í bæinn til að kaupa okkur bjór og kíkja á netið. Þið getið ímyndað ykkur hve fyndið var að sjá okkur. Það tók hinsvegar 20 mín. Að opna Mbl.is og við gáfumst því upp. Til baka tókum við svo annan leigubíl sem var faratæki á þremur hjólum með kassa sem við sátum inn í. Nakuru og Kisumu virðast vera hjólabæir. Allir ferðast um á hjólum með risastóra vatnsbrúsa, timbur, olíubrúsa og í raun og veru hvað sem er. Það er mjög gaman að sjá konur í síðum kjólum sitja aftan á þessum hjólum því þær sitja eins og í söðli. Svefntöflur komu að góðum notum þessa nóttina. P.S. Við gleymdum að segja ykkur frá því þegar Gígja var næstum því búin að selja Rósu fyrir geit. Þannig var að á ballinu um daginn varð maður 100% ástfangin af Rósu (að eigin sögn) Hann spurði Gígju aftur og aftur hvort hann mætti ekki dansa við Rósu og það endaði með því að hún fór að íhuga hvort ekki mætti selja honum hana fyrir geit. Rósa og Gígja
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eins gott að tilboðinu var ekki tekið Rósa mín , sé ykkur alveg fyrir mér þarna það hefur klárlega verið mikið hlegið að þessu
Kveðja Gerða
Gerða (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.