18.7.2007 | 07:02
Desperate housewifes í Mombasa
Loksins loksins erum við komnar í lúxus við Indlandshaf. Þetta er alveg frábært hótel sem við erum á hér við Diana ströndina rétt hjá Mombasa viðbrigðin eru mikil frá 1000 kalla gistingunni sem við höfum verið í nánast alla ferðina. Hér höfum við 19 fermetra sérbýli með stráþaki sem aparnir leika sér. Hvít strönd og pálmatré er útsýnið okkar. Það er stjanað við okkur í mat og drykk og kokteilar við sundlaugina eru hluti af lífinu hér. Við stelpurnar höfum fengið viðurnefnið Desperate housewifes þar sem húsin okkar eru í þyrpingu og ekkert fer framhjá okkur þar sem við sitjum úti á verönd með eftirmiðdagsbjórinn. Allur okkar tími fer í að gera ekki neitt.....jú annarst við förum daglega á nudd og snyrtistofuna og látum dekra við okkur fyrir nánast engan pening. Allt er nuddað og snyrt sem hægt er. Í gær fórum við í bátsferð sem strákarnir okkar Davíð og Öddi voru búnir að redda hjá heimamönnum. Þegar hópurinn sá bátinn báðu sumir um fá að sjá opinbertleyfi fyrir bátnum (sem sjálfsagt hafði aldrei verið til ) og hættu svo við. Við hinsvegar létum þetta ekki á okkur fá. Báturinn var vélarlaus einskonar kajak með jafnvægisgrind og ýtt áfram með stórum stöngum. Til allra hamingu hættu nokkrir við því við sem fórum vorum svo þung að báturinn festist allatf við botninn og þurftu nokkrir af okkur hjálpa þeim að ýta. Þetta var stórkostleg ferð við komust að kóralrifinu þar sem við snorkluðum og sáum marglit fiska og kórala. Algjörlega ógleymanleg ferð J Veðrið hefur brugðist okkur því sólin lætur varla sjá sig en samt brennum við á hinum ýmsu stöðum. Það furðulega er að það rignir hér á hverjum degi og ekkert smá en í upplýsingabælingi stendur að það rigni aðeins að meðaltali 8 daga í júlí og því hljóta veðurguðirnir að afgreiða þá á meðan við erum hér við Mombasa. Síðasta daginn í Kisumu var okkur boðið heim til Anne Loren sem sér um starfið (International Humanistic Alliance) hér í Kenya. Þetta var skemmtilegur endir á prógramminu. Við dönsum undir berum himni með innfæddum fram á kvöld og borðum kvöldverð að hætti heimamann í myrkrinu því rafmagnið þarna er eins og annars staðar af skornum skammti. Kannski var það ágætt því þá sáum við ekki hvað við vorum að borða. Við erum orðnar mjög góðar í að borða með fingrunum að hætti heimamanna. Á leiðinni til Mombasa eftir margra klukkutima akstur eftir þessu skelfilega vegi gistum við í Nakuru en þar lentum við aftur í að hótelið var tvíbókað og var fundið annað fyrir okkur. Komið var kvöld og allir þreyttir og enginn hafði áhuga að leita sér að mat og því skelltum við okkur nokkrar á krá heimamanna og það var mikil upplifun og áræðanlega fyrsta skipti sem hvítar konur komu þar inn fyrir dyr og keyptu sér bjór. Enn og aftur lögðum við af stað á eftir þessum hræðilega vegi til Nairobi til að taka næturlestina til Mombasa. Það var enn eitt ævintýrið þar sem við upplifðum stjörnbjarta nótt í Afriku og mannlífið til sveita enda var lestin 17 tíma að komast þessa 550 km sem eru til Mombasa. Hingað til höfum við alveg sloppið við moskítóbit (þökk sé hómapatalyfi Köllu) en í kvöld var loksins komið að því að þeim fannst Rósa nógu sæt og bitu hana 5 sinnum en létu Gígju alveg í friði. Nú fer að koma að lokum ferðarinnar því við komum heim á sunnudag og því munu við sennilega ekki blogga meira þar sem við erum svo uppeknar við að gera ekki neitt........ Skýjakveðjur frá IndlandsströndGígja og Rósa
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
desperate housewifes !!!!! sé ykkur alveg fyrir mér, þar sem þið sitjið úti og látið ekkert framhjá ykkur fara. Hlakka til að sjá ykkur, í næstu viku.
Skál og allt það ;-)Ásta María
Ásta María (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:05
Sælar mæðgur ég hrökk við þegar ég las að þið væruð að koma heim á sunnudaginn. Hvað tíminn líður hratt og það skrýtna er að maður er alltaf jafn hissa. Ég hef haft mjög gaman af að fá að lesa dagbókina ykkar, takk fyrir að leyfa mér það og hvað ég dáist að ykkur og dugnaðinum. Algjörar hetjur. Vonandi njótið þið þeirra daga sem eftir eru og vonandi gengur heimferðin vel
Bestu kveðjur til ykkar beggja, Björg Elsa
Björg Elsa Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.