18.7.2007 | 07:02
Desperate housewifes í Mombasa
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 11:16
Bleikur dagur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2007 | 11:15
Kisumu
Nýja hótelið okkar kvennskörunganna sjö er frábært og hægt að breiða úr sér innandyra sem utan því fín sundlaug fylgir hótelinu. Í dag mánudag heimsóttum við tvo staði fyrir utan Kisumu báðir í nokkurs konar sveit. Þetta var ekki mjög langt að fara en vegirnir voru mjög slæmir og jeppakarlar heima á Íslandi hefðu verið ánægðir að keyra þetta. Fyrri staðurinn var nefndur Bop childrens home Eins og venjulega vorum við einum og hálfum tíma of sein. Þegar við mættum loksins fengum við skipulagða dagskrá í hendur svo og gott yfirlit yfir hvaða verkefni væru í gangi þarna, hver væru framtíðarmarkmiðin svo og erfiðleika sem mæta þeim. Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum svona upplýsingar við komu á staðinn. Þetta fannst okkur mæðgum mjög traustvekjandi. Þetta var afmarkað svæði sem einn aðili hafði átt og búið með nokkrum konum sínum. Fjölskyldan gaf svo svæðið til að setja á stofn miðstöð sem þjónaði næsta nágrenni. Þarna er leikskóli fyrir yngstu börnin, munaðarlausu börn koma og fá mat og eldri kynslóðin hefur afdrep þarna sem og HIV smitaðir einstaklingar. Þarna eins og víða annars staðar hafa feður og/eða mæður látist úr Aids og eftir sitja oftast ömmur eða önnur skyldmenni með umsjá barnanna. Um 200 börn fá mat þarna þrisvar í vku og sögðu þeir okkur að þeir vildu gjarnan geta gefið þeim fimm sinnum á viku. Sárlega vantar ´húsnæði fyrir þau börn sem eru algjörlega munaðarlaus. Hunang var ræktað þarna einungis til að gefa börnunum 2-3 msk. á viku. Einnig var Mango ræktun og eitthvað fleira sem var ræktað til fjáröflunar. Þetta virtist vera mjög vel rekið samfélag og móttökurnar voru frábærar. Eins og alltaf sungu börnin fyrir okkur en einnig fóru þau með ljóð og sýndu leikræna tilburði. HIV smitaði hópurinn svo og gamla fólkið lagði sitt af mörkum í dagskrána. Hinn staðurinn sem við heimsóttum var rekinn af hjónum. Þarna komu munaðarlaus börn og fengu mat og greinilegt var að fátæktin var mikil. Það sem var merkilegt við þennan stað var að þarna var stunduð lífræn ræktun alls konar jurta og trjá sem höfðu mikið næringargildi. Konan sem kynnti þetta var mjög fróð um hvernig þetta gæti hjálpað fólkinu. Þarna var t.d. unnin sólblómaolía, vatnið var hreinsað á sérstakan hátt og jurtirnar þurrkaðar. Það sem var líka athyglisvert var að það verið að kenna fólki sem býr í nágrenninu að ræka þessar jurtir og hvernig hægt væri að nota þær. Býflugnabú var þarna og einnig voru ræktaðir bananar sem við höfðum ekki séð á hinum stöðunum. Engu að síður voru börn þarna greinilega með orma í maganum og okkur var sagt að lyf kostaði 200 ísl. Krónur fyrir hvert barn. Þessi dagur var rosaleg erfiður fyrir okkur mægur og hver dagur verður bara erfiðari. Neyðin er svo mikil og það vantar svo mikið uppá að geta umbreytt þessu ástandi. Óréttlætið er algjört, af hverju þurfa öll þessi að missa foreldra sína og aðstandendur og upplifa svona mikla erfiðleika því auðvitað eru börn hér sem missa foreldra sína ekkert öðruvísi en börn heima á Íslandi sem missa foreldra sína. Sorgin er jafnmikil en erfitt að sýna hana hér því nánast allir í þessu fátæka umhverfi eru að glíma við hana. Í lok dagsins ákváðum við að komi væri nóg og ætlum ekki að taka þátt í prógrammi morgundagsins. Valkyrjurnar sjö ætla því að vera heima á hóteli og jafna sig eftir alla þessa reynslu. Við vorum úrvinda og fórum snemma að sofa.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 06:40
8. júlí
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 06:38
7. júlí 2007
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 06:36
6. júlí 2007
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 14:59
Baejarferd i Nakuru
5. júlí
Dagurinn var frjáls og var það vel þegið. Satt best að segja er þetta býsna strangt prógramm frá morgni til kvöld. Í dag fórum við í bæinn sem er 167 þúsund manna með 42 ættbálkum. Nakuru er talin vera 4. stærsta borgin í Kenya en ekki var það að sjá á borgarbragnum. Lítið um malbikaðar götur og miðbærin mjög lítill. Það sem erfiðast var að horfa uppá voru strákarnir í líminu sem var selt á götuhornum eins og hver annar varningur. Merkilegt er að fram að þessum tíma höfum við aldrei orðið varar við betlandi stúlkubörn en nóg af strákum á öllum aldri. Við hugsum um hvar eru stúlkurnar og hvert er þeirra hlutverk í þessari fátækt? Þegar við lögðum bílnum niðri við aðalgötu soguðustu að okkur strákar með alls konar varning en engar stelpur. Bankinn og pósthúsið voru á sínum stað og betri sortin af Cyber net var fundinn fyrir okkur og síðan fórum við í skóbúðina þar sem skór kostuðu 1/4 af því sem skór kosta heima. Verðlagið í supermarkaðnum var jafn skemmtilegt og koníak, rauðvín og slíkt flaug ofan í körfuna enda ekkert skrítið því VSOP koníakspeli kostaði litlar 200 krónur.
Rósa var boðið uppá að nota ókræsilegt WC í miðbænum vegna þess að hún hafði fengið í magann. Eftir þessa reynslu treysti hún sér alls ekki til að fara í stutta ferð til að skoða gíg sem er rétt fyrir utan Nakura. Farið var á tveimur bílum sem villtust í sitt hvora áttina. Bíllinn sem Gígja var í villtist inn í verndað ríkramanna hverfi sem var lokað í báða enda með varðmönnum en hinn ´bíllinn lenti þar sem fangar voru við útistörf undir byssuvernd. Það sem sló Gígju var hve eitt hlið ríkra manna skildi á milli skólausu skítugu barnanna og þeirra ríku. Allir komumst samt á leiðarenda og fengu stórkostlegt útsýni yfir gilið stóra sem er gosgígur með heitum lindum og er hluti af hinum 6000 km. Langa Rift Walley sem nær alla leið frá Balalika vatni í Rússlandi til Mosambik í Suður Afríku. Í stríði við Masai einhvern tíman á öldum áður voru hausunum þeirra hent niður í gíginn og því töldu þeir að heitu holurnar væru frá djöflinum komnar. Okkur finnst stór spurning hvort ekki væri hægt að nýta þennan jarðhita betur en vitum þó ekki alveg hvort eða hvernig verið er að vinna hann í Kenya í dag.
Um kvöldið var haldið partí að sjálfsögðu hjá okkur á 206 og mikið hlegið og spjallað svo við nefnum nú ekki drukkið rauðvínið ódýra og góða úr súpermarkaðnum. Fyrir partíð keyptum við flotta myndskreitta pappadiska en þegar við fórum að dreifa þeim þá var aðeins efsti diskurinn myndskreyttur en hinir bara hvítir....... Allt í plati.......:)
Rósa og Gígja
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2007 | 14:57
Dyralifid i Nakuru
4. júlí 2007
Dagurinn var skipulagður til að skoða þjóðgarðinn í Nakuru sem liggur rétt fyrir utan borgina og nær yfir Nakuru vatn og næsta umhverfi. Þjóðgarðurinn er verndað svæði villtra dýra þar sem enginn má fara út úr bílunum og ekið er um í opnum bílum .Við fórum á okkar bílum sem eru með opnu þaki þannnig að auðvelt var að fylgjast með dýralífinu og taka myndir.
Bílstjórarnir okkar voru frábærir og kunnu skil á dýrum, plöntum og lífi garðsins og fengum við sannarlega að njóta þekkingar þeirra.
Áður en lagt var af stað sögðu þeir okkur að það væri heppni að fá að sjá ljón og hlébarða og við vorum ekki fyrr komin inn í garðin en blöstu við okkur tvö ljón svona rétt við bílinn. Þetta var stórkostleg upplifun og við eyddum öllum deginum þarna. Tókum mikið af myndum og fengum að sjá ekki bara ljón heldur líka hlébarða og ljónsunga svo ekki sé minnst á Flammingoana hvítu og bleiku - stórkostlegu sem eru þúsundum saman í vatnsborðinu. Einnig var mikill fjöldi annarra dýra s.s. apa og einnig tegund apa sem er í útrýmingarhættu.
Þetta var óskaplega skemmtilegt og mikil upplifun að sjá dýrin í svona náttúrulegu umhverfi. Mjög fallegt hótel er í þjóðgarðinum og þar borðuðum við.
Um kvöldið fórum við á ball með heimamönnum. Það var mjög gaman afrísk tónlist og umhverfið ólíkt því sem gerist heima. Allt í einu fór að rigna bæði úti og inni en við létum það ekki á okkur fá og skemmtum okkur hið besta og dönsuðum í marga klukkutíma.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2007 | 14:55
Feridin til Nakuru
3. júlí 2007
Í dag var ferðinni heitið til Nakuru. Ferðin átti að taka 2 3 tíma en þegar upp var staðið tók hún 5 tíma. Þetta var skemmtileg upplifun. Vegurinn var algjört þvottabretti nánast alla leið og gott hefði verið að hafa nýrnabelti með í för og Rósa sem átti þetta fína nýrnabetli heima í skáp eftir mótorhjólatímabilið. Eins hefði verið gott að hafa koníakspela með í ferð til að lina þjáningar hinna bakveiku. Verið er að gera nýjan veg milli Nairobi og Nakuru en við fengum aðeins að keyra smá hluta hans. Hinn hlutinn var svo slæmur að oft þurfti að aka utan vegar og rykið var óskaplegt utan og innan bílsins. Endrum og eins var bílstjórinn spurður hve langt væri eftir og svarið flakkað á milli 1 og 3 tími sem passaði engan veginn við framgang ferðarinnar. Við Íslendingarnir sem vanir eru að geta stoppað á næstu vegasjoppu báðum vinsamlegast um að fá að stoppa til að fá okkur hressingu hann jánkaði því en gat það ekki því það voru engar vegasjoppur. Hann sagði bara , já, já og stoppaði aldrei heldur þandi drusluna eins og hægt var. Ótrúlegur bílstjóri og við sem sátum aftast hentumst upp og niður og héldum okkur dauðahaldi í sætið fyrir framan því lítið var um bílbelti. Eins og sönnum Íslendingum sæmir létum við þetta ekki á okkur fá heldur fengum okkur Gammel Dansk og sungum af fullum krafti. Loksins var stoppað, svona túristastopp og við út og létum glepjast af þessu fallegu vörum sem í boði voru. Ágætt var að hafa heimafólkið okkar með því verðið lækkað um 50% vegna þess að það var með okkur. Þetta var útsýnispunktur yfir Rift Walley en því miður var mistur, svo lítið græddum við á því.
Loksins.... komumst við til Nakuru. Því miður var hótelið tvíbókað og við því var ekkert að gera og við fórum bara á systurhótel þarna rétt hjá í tvo daga en fáum svo Chester hótel í seinni tvo dagana. Við höfum nú séð það flottara en verðið var frábært en... gott hefði hefði verið að fá heitt vatn í sturtu eftir þennan skítuga dag. Við erum svo góðu vön!!!
Um kvöldið borðuðum við hlaðborð að hætti heimamanna sem buðu okkur velkomin. Starfsemin í Nakuru var kynnt og við hittum flesta þá sem að því starfi koma. Það var ánægjulegt að heyra frá verkefnunum og við hlökkum til að skoða starfsemina á föstudaginn.
Ann Lauren sem er yfir allri starfsemi húmanistahreyfingarinnar í Kenya hefur fylgt okkur og síðan mun hún tengja okkur við alla aðra tengiliði í hjálparstarfinu á þeim svæðums sem við förum um.
Rósa og Gígja
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 09:05
Little Bees
Manudagsmorgun forum vid og heimsottum barnaheimilid Little Bees sem er stadsett i midju staersta slumminu vid Nairobi en i kringum borgina bua um 3,5 milljonir manna i faetaekrahverfum eda slumminu eins og thad er kallad her.
Mama Lucy er 57 ara gomul 8 barna modir sem ser um thennan skola og heimili sumra barna. Algjor kjarnorku- og kraftaverkakona og thad sem meira er hun litur ut eins 45 ara. Allir i thessum hluta thekkja mama Lucy og skolann hennar. Sum bornin bua heima hja ser i slumminu en onnur sem eru heimilislaus bua hja henni. Alls eru 200 born undir hennar umsja og adeins 4 theirra hafa studningsforeldra.
Adur en vid forum inn i hverfid thurftum vid ad koma vid a logregustodinni og fa tvo vel vopnada med okkur. Thegar vid keyrdum inn i hverfid blasti vid okkur endalausar barujarnshrugur sem var klastrad saman rydgaðar og beygladar. Inni i thessum hreysum virtust vera moldargolf. Vid hoppudum yfir skolpid en thad rann i laekjum eftir halla gotunnar. Lyktin var rosaleg. En.. allsstadar voru brosandi illa hirt born og konur sem satu fyrir utan hreysin med litlu bornin. Allt i einu birtist vel uppstillt rod af syngjandi bornum sem sungu a ensku velkomsong fyrir okkur. Tarin tritludu fram i augnkrokana og kokkur i halsinn.
Lucy leiddi okkur um svaedid og syndi okkur herbergid sitt, eldhusid thar sem allt var eldad a golfinu. Sidan syndi hun okkur verkefni sem thau eru ad vinna ad til ad fa meiri peninga til geta haldid uti skolanum. Eitt af verkefnum nefnist flying Toilets en thad verkefni felst i ad koma i veg fyrir ad folk geri tharfir sinar uti a gotu eda vid husin. Thess vegna keypti hun vatnstank og adgang ad vatn og gat thannig utbuid fabrotna salernisadstodu ( gat i golfi )og sturtuadstodu sem hun selur hverfisbuum inn adgang fyrir 2 kr. Thannig aflar hun fe fyrir skolann. Annad verkefni var ad kenna theim eldri a prjonavel og saumvel sem henni hafdi askotnast og thannig var lika haegt ad sauma og prjona a bornin. Skolastofurnar voru gluggalausar, litlar og dimmar med moldargolfi og engu rafmagni og vid Rosa undrudumst hvernig oll bornin gaetu lesid og laert i thessu umhverfi. Thad sem vakti tho mesta furdu hja okkur var graenmetisraektunin sem hun hafdi komid a aftan vid husin og rett vid hlidina a staersta ruslahaug sem vid hofum augum litid. Hann var a ad lita eins og Grafarvogurinn ekki bara breidur heldur lika himinhar. Med thessu var hun a kenna theim ad haegt vaeri ad raekta auk thess sem faedan theirra vard mun fjolbreyttari. Thau fa öll mat i skolanum en tah er tha adalega baunir og hrisgrjon. Bornin voru svo kurteis og nalgudust okkur ekki nema vid hefdum frumkvadid. Vid tokum myndir og leyfdum theim svo ad sja sig i velinni og thad vakti mikla katinu. Thannig brutum vid isinn vid thau. Sidan sungum vid med theim og thau sungu fyrir okkur alls konar songva. Thad var svo yndislegt hvad thau voru flest glod og stutt i brosid og madur naestum gleymdi thessu omurlega umhverfi sem vid vorum i a medan a mottokunni stod. Margar ungar stulkur thar af ein ofrisk og onnur 17 ara med 3ja manada barn var tharna og thaer sungu og donsudu og fengu okkur til ad dansa med theim. Lucy sagdi okkur svo fra starfinu og hvad vaeri framundan og hve neydin vaeri mikil. Thad sarvantar fleiri studningsforeldar og einnig fe til ad geta haldid starfseminni gangandi. Vid tokum eftir fotunum hja bornunum og tho adallega skonum flestir voru gotottir og of storir. Umhverfi barnanna er rosalegt, eydni, sjukdomar thar sem ekki eru til peningar fyrir lyfjum. Sniff sem er mjog algengt alveg nidur i 3ja ara enda deyja bornin fyrir 20 ara aldurinn. Auk thess er mikil faetakt og alls konar ofbeldi sem kemur i veg fyrir ad born geti gengid i skola. En ..... Lucy truir thvi statt ogstodugt ad med thvi ad mennta bornin og kenna theim hvernig thau geti lifad af verdi haegt ad breyta framtid thessara barna. Til thess thar meira fe og fleiri studningsforeldra. Rikid styrkir ekki starfsemina en eitthvad faer hun fra sveitarfelaginu og einnig hafa nokkrir vinir Kenya styrkt hana. Gaman var ad heyra ad snyrtistofa heima hafdi styrkt myndalega verkefnid og voru byggdar kennslustofur fyrir thad fe. Thad vaeri verdugt verkefni ef fleiri vildu gerast styrktarforeldrar eda stydja eitthvad verkefni tharna. Vid faerdum theim fullan kassa af fotum sem komu fra Rosu og vinkonum hennar og odrum kroftugum konum a Islandi. Einnig fengu thau sippubond og snusnubond fra okkur svo og penna og sitthvad fleira. Hopurinn keypti lika 84 stilabaekur sem komu ser vel enda sagdist Lucy eiga i erfidleikum med ad reka skolann thegar hun hefdi engar baekur eda ritfong og thad hefur vist oft komid fyrir.
Okkur var fylgt ut ad bilunum med song og eftir ad hafa skilad loggunni keyrdum vid i gegnum sama slommid og vid Rosa forum i gegnum deginum adur. Thar voru soluskurar eda hreysi vid veginn allt milli himins og jardar virtist til solu. Allt fra finustu bordum og rumum og til haensna sem voppudu i graenmetinu sem lika var til solu. Folk er ad reyna ad bjarga ser. En engu ad sidur fannst okkur thetta omurleg soluadstada vid rykugan raudan veginn og bilaspuandi mengun i theirri rosalega umferd sem er. Ruslid og sodaskapurinn er algjor thvi enginn virdist hirda um að safna saman thessu drasli enda lyktin eftir thvi.
Thessi ferd hafdi gifurleg ahrif a okkur öll og vid vorum sammala um ad thratt fyrir allt hefdum vid buist vid ad verda fyrir meira afalli en vid gerdum. Thad sem hafdi afgerandi ahrif voru mottokurnar sem vid fengum og gledi barnanna, songur og ad horfa uppa, hugvitsemi i verkefnavali og rekstri svo og naegjusemi thessa folks. Thratt fyrir allt fannst okkur að ur thvi ad manneskja eins og Lucy hafi getad lyft thessu grettistaki tha vaeri von um ad fleiri fylgdu a eftir. Einhvern timan yrdi framtid thessara barna a thessum stad odruvisi en hun virdist aetla að verda i dag.
Studninigsadilarnir her uti hafa tekid mjog vel a moti okkur og reynt ad skipuleggja dvolina her ad verulegu leyti og viljad vera sem mest med okkur.
Um kvoldid forum vid nidur i bae og bordudum og donsudum og stad sem heimamenn saekja. Thad var rosaleg gaman. I midju kafi for svo rafmagnid og hahysin urdu rafmagnslaus lika i godan tima. Thetta er vist algengt her.
Rosa og Gigja
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Mægðurnar í Kenya
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar